Vegghengi, macramé hnýting

Á námskeiðinu læra þátttakendur að gera vegghengi með macramé hnýtingaraðferðinni. Einstök leið til að vinna með höndunum og láta sköpunarflæðið njóta sín. Í macramé er auðvelt að breyta og bæta verkið með því að halda bara áfram og láta byrjendaörðuleika ekki stoppa sig, þannig lærum við og verðum betri í því sem við erum að fást við. Sköpun í handavinnu eykur vellíðan, að sjá verk verða til í þínum eigin höndum er valdeflandi og ánægjulegt fyrir fólk á öllum aldri.
Námskeiðið hentar öllum, bæði byrjendum og lengra komnum. Engin handavinnukunnátta þarf að vera fyrir hendi. Allt efni verður á staðnum. Allir fara heim með sitt eigið vegghengi.

Leiðbeinandi: Hera Sigurðardóttir er með menntun í mannfræði og hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Hún hefur víðtæka reynslu af starfi með börnum og ungmennum en frá 2002-2015 starfaði hún hjá Reykjavíkurborg sem frístundaráðgjafi og verkefnastjóri. Auk þess að hafa verið stundakennari í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Hera hefur mikla reynslu af því að valdefla og leiðbeina hópum og einstaklingum og ná fram sköpunarkrafti og leikgleði.

Hvar og hvenær: 

7 apríl Hvammstangi 9-12
7 apríl Blönduós 16-19
8 apríl Sauðárkrókur 17-20
12 apríl Skagaströnd 17-20

Verð: 27.900 kr*

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.