Námskeiðið byggir á grunni lífsþjálfunar með það að markmiði að þátttakendur öðlist fleiri hagnýt verkfæri til að bregðast við ólíkum áskorunum, óvissu eða breytingum með yfirvegun, forvitni og ábyrgð.
- Að efla seiglu og viðbragðsgetu í óvæntum eða krefjandi aðstæðum
- Að auka getu til að bregðast við breytingum af jafnvægi og sjálfsöryggi
- Að rækta innri styrk, jákvæðni og forvitni
- Að efla viðhorf um sveigjanleika og skapandi lausnarleit
Leiðbeinandi: Huld Aðalbjarnardóttir, lífsþjálfi
Hvar og hvenær: Mánudagurinn 17. nóvember frá kl 17-19