Stofnun Farskólans

Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra var stofnaður árið 1992 og fékk við það sína eigin skipulagsskrá. Samkvæmt skipulagsskrá Farskólans eru markmið skólans að efla endur- og símenntun á Norðurlandi vestra, greina þarfir fyrir fræðslu, standa fyrir hvers konar námi og koma á fót háskólanámi í heimabyggð.

Stofnaðilar Farskólans samkvæmt endurskoðari skipulagsskrá frá árinu 2009 eru:

Húnaþing vestra, Húnavatnshreppur, Blönduósbær, sveitarfélagið Skagaströnd, Akrahreppur, sveitarfélagið Skagafjörður, stéttarfélagið Samstaða, Aldan, stéttarfélag, Kjölur, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, Verslunarmannafélag Skagfirðinga, Heilbrigðisstofnun Norðurlands Sauðárkróki, Fisk Seafood ehf., Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Hólaskóli.

Gildi Farskólans eru:

Framsækni – Virðing – Sveigjanleiki.