Á Norðurlandi vestra eru starfandi fjögur námsver eða námsstofur. Námsverin eru á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd og Sauðárkróki. Sveitarfélögin reka námsverin, hvert á sínu svæði.

Í námsverunum er fjarfundabúnaður, FS háhraðanet, aðgangur að tölvum og aðstaða til ljósritunar og kaffiaðstaða. Nemendur geta fengið lykla kjósi þeir það og hafa þá aðgang að námsverinu þegar þeim hentar.

Námsverin eru ætluð háskólanemum í fjarnámi auk annarra fjarnema. Farskólinn heldur einnig námskeið í námsverunum á Sauðárkróki og á Blönduósi. Á öðrum þéttbýlisstöðum nýtir Farskólinn sér aðstöðu í grunnskólum á svæðinu. Sjá nánar um námsverin hér til hægri á síðunni.