Samkvæmt samningi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins býður Farskólinn fullorðnu fólki sem ekki hefur lokið framhaldsskóla upp á námskeið og námsleiðir sem metin eru til framhaldsskólaeininga og vottaðar eru af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Námskeið Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins eru fjármögnuð af Fræðslusjóði á móti þátttökugjöldum.

Flokka má námsskrár Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins í fimm flokka. Hér má sjá yfirlit yfir námsskrár Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.