Hér á síðunni er að finna þau námskeið sem eru á dagskrá Farskólans. Ef smellt er á námskeið birtist nánari lýsing á viðkomandi námskeiði og skráningarform sem viðkomandi getur fyllt út og hefur þá skráð sig til þátttöku á námskeiðinu.

ATHFlest námskeiðin eru í boði á öllu Norðurlandi vestra þar sem aðstæður og lágmarksfjöldi þátttakenda er til staðar. Á flestum námskeiðum er gert ráð fyrir 8 -10 þátttakendum.

Vottaðar námsleiðir Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins eru metnar sem hér segir:

Gert er ráð fyrir 80% mætingu og virkri þátttöku námsmanna. Engin formleg próf eru tekin.  Í flestum námsleiðum er gert ráð fyrir verkefnavinnu bæði í kennslustundum og heima. Í sumum námsleiðum er einnig gert ráð fyrir prófum.

Hafið samband við Farskólann ef þið hafið einhverjar óskir eða hugmyndir um námskeið.

Farskólinn minnir á fræðslusjóði stéttarfélaganna og niðurgreiðslur þeirra vegna þátttöku á námskeiðum. Kynntu þér rétt þinn hjá þínu stéttarfélagi.