Stefnumót við ráðgjafa – Náms- og starfsráðgjöf fyrir starfsfólk HSN á Blönduósi og Sauðárkróki
Áhersla verður lögð á að bjóða náms- og starfsráðgjöf til þeirra sem eru meðlimir í stéttarfélögunum Öldunni á Blönduósi og Samstöðu á Sauðárkróki.
Lesa nánarNámskeið í tæknilæsi fyrir þá sem eru eldri en 60 ára
Að undangengnu útboði félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins hefur Farskólinn gert samning um að skipuleggja og kenna sjö námskeið í tölvulæsi fyrir þá sem eru eldri en 60 ára á öllu Norðurlandi vestra. Námskeiðin verða auglýst þegar nær dregur.
Lesa nánarNáms- og starfsráðgjafi óskast til Farskólans.
Farskólinn leitar að náms- og starfsráðgjafa til að sinna skemmtilegum en krefjandi verkefnum í fullorðins- og framhaldsfræðslu á Norðurlandi vestra.
Lesa nánarNámskeið í matarhandverki í samstarfi við Vörusmiðjuna og SSNV
Frá haustinu 2018 hafa Farskólinn og Vörusmiðjan, með dyggum stuðningi SSNV, boðið upp á námskeið fyrir bændur, smáframleiðendur og aðra áhugasama um matarhandverk. Námskeiðin hafa verið fjölbreytt og hafa 24 mismunandi námskeið tengd matarhandverki verið í boði. Sjá nánar í frétt.
Lesa nánarFarsæl samvinna Farskólans og stéttarfélaga
Árið 2013 hófst farsælt samstarf Farskólans og stéttarfélaga á Norðurlandi vestra um fræðslu fyrir félagsmenn þeirra. Búið er að ákveða tíu námskeið á vorönn og hér á myndinni til hliðar má sjá hvaða námskeið eru í boði á vorönn 2022.
Lesa nánarFréttir af námskeiðum í samstarfi við Fjölmennt – fullorðinsfræðslu fatlaðra
Námskeiðin eru í boði um allt Norðurland vestra. Heimsfaraldurinn hefur sett mark sitt á þátttöku á námskeiðum fyrir fólk með fötlun.
Lesa nánarRaunfærnimat í almennri starfshæfni fer fram í nóvember hjá Farskólanum. Fimmtán pláss eru í boði í þessari lotu.
Raunfærnimat í almennri starfshæfni er í boði hjá Farskólanum í nóvember. Fimmtán pláss eru laus. Raunfærnimat kostar ekkert, annað en smá vinnu í formi sjálfsskoðunar. Sjá nánar í frétt.
Lesa nánarNámskeið fyrir fatlaða hafin eftir nokkurt hlé.
Námskeið fyrir fatlað fólk, í samstarfi við Fjölmennt eru loksins farin af stað hjá Farskólanum. Námskeiðum var nánast sjálfhætt í heimsfaraldrinum.
Lesa nánarMikill áhugi á íslenskunámskeiðum á haustönn
Mikill áhugi er á íslenskunámskeiðum fyrir útlendinga á Norðurlandi vestra þetta haustið. Sex námskeið voru haldin á vorönn 2021 og það stefnir í fimm ný námskeið á haustönn. Þetta eru ánægjuleg tíðindi. Sjá nánar í frétt:
Lesa nánarEnska, danska, stærðfræði og íslenska fyrir fullorðna námsmenn
Grunnmennt hentar vel fyrir þá sem eru að hefja nám í framhaldsskóla aftur eftir hlé eða þá sem stunda helgarnám í iðngreinum og eiga bóklegu greinarnar eftir.
Lesa nánar