Bændur, smáframleiðendur á Norðurlandi vestra, Farskólinn og TERRA MADRE á Ítalíu 26. – 30. september 2024
Farskólinn - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra hefur fengið styrk úr ERASUS+, styrkjaáætlun ESB, til að fara í kynningarferð til Ítalíu á Terra madre matarhandverkssýninguna, með allt að 20 bændur/smáframleiðendur.
Lesa nánarÍslenska fyrir útlendinga – Icelandic for foreigners
Á vorönn voru haldin fimm námskeið hjá Farskólanum í íslensku. Gert er ráð fyrir þremur til fjórum námskeiðum á haustönn 2024. During the spring semester, five courses were held at Farskólinn in Icelandic. Three to four courses are expected in the fall semester of 2024
Lesa nánarStuttar fréttir af vorönn 2024
Námskeiðssókn var góð á vorönn 2024. Fimm vottaðar námsleiðir Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins voru kenndar. Þær voru: Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú, Grunnmennt, Ferðaþjónusta 1 (tvö námskeið) og Uppleið eða HAM, hugræn atferlismeðfeð.
Lesa nánarNýr verkefnastjóri til Farskólans
Þórhildur M. Jónsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri til Farskólans. Þórhildur er matreiðslumeistari að mennt og með BA í ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum, auk þess sem hún hefur lokið verkefnastjórnun og leiðtoganámi
Lesa nánarAðalfundur Farskólans var haldinn 16. maí
Þann 16. maí var aðalfundur Farskólans haldinn. Ársreikningur og Ársskýrsla stjórnar eru komnar hér inn á heimasíðuna. Árið 2023 voru haldin 99 námskeið og fyrirlestrar hjá Farskólanum. Kennslustundir voru 1550 og nemendastundir voru 13700.
Lesa nánarFarskólinn – prófamiðstöð á Norðurlandi vestra
Farskólinn býður háskóla- og framhaldsskólanemendur í fjarnámi velkomna til að taka próf í Farskólanum. Nóg að gera í yfirsetu þessa dagana.
Lesa nánarGleðilega páska
Farskólinn - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra óskar öllum gleðilegra páska.
Lesa nánarFarskólinn leitar að öflugum verkefnastjóra sem getur hafið störf sem fyrst
Farskólinn - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra leitar að öflugum og jákvæðum einstaklingi sem er tilbúinn til að takast á við fjölbreytt og lifandi starf verkefnastjóra. Starfsstöð Farskólans er á Sauðárkróki.
Lesa nánarSjálfsmatsskýrsla vegna ársins 2023 er komin á heimasíðuna
Sjálfsmatsskýrsla vegna ársins 2023 er komin á heimasíðuna. Niðurstöður eru almennt jákvæðar.
Lesa nánarFarsæl samvinna Farskólans og stéttarfélaga
Árið 2013 hófst farsælt samstarf Farskólans og stéttarfélaga á Norðurlandi vestra um fræðslu fyrir félagsmenn þeirra. Þetta samstarf hefur aukist og styrkst ár frá ári og sífellt fleiri félagsmenn nýta sér þetta og framboð og fjölbreytni námskeiða aldrei verið meiri en nú, enda 24 námskeið í boði sins og sjá má hér.
Lesa nánarSkráningar eru hafnar á íslenskunámskeið vorannar – You can register for an Icelandic course
Í boði eru íslenska 1 - 3 á helstu þéttbýlisstöðum á Norðurlandi vestra; Hvammstanga, Blönduósi og á Sauðárkróki. Courses in Icelandic 1 - 3 in Hvammstangi, Blönduós and Sauðárkrókur.
Lesa nánarJóla- og nýárskveðja frá Farskólanum
Bestu jóla- og nýárskveðjur frá Farskólanum - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra. Hittumst heil á nýju ári ... nýju námskeiðsári.
Lesa nánarNú stendur yfir prófatörn í námsverunum. Farskólinn gegnir hlutverki prófamiðstöðvar á Norðurlandi vestra.
Frá árinu 2002 hefur Farskólinn ásamt sveitarfélögum á Norðurlandi vestra veitt háskólum á Íslandi þjónustu í formi aðstöðu fyrir fjarnemendur til náms og prófatöku. Frá þeim tíma hafa verið starfrækt námsver og námsstofur á fjórum stöðum á Norðurlandi vestra.
Lesa nánarPétur Erlingsson, fyrrverandi námsmaður í Grunnmennt valinn fyrirmynd í námi fullorðinna árið 2023.
Pétur Erlingsson, sem fæddur er í Vestmannaeyjum, hætti í skóla 15 ára gamall og fór á sjóinn. Hann fór aftur i skóla haustið 2021 og er enn í námi. Það er aldrei of seint að byrja að læra. Sjá nánar:
Lesa nánarHeimsóknarvika – Farskólinn í námsverunum. Námskeið í konfektgerð.
Starfsfólk Farskólans er í námsverunum á Norðurlandi vestra vikuna 13. - 17. nóvember. Það eru allir velkomnir í afmæliskaffi og spjall.
Lesa nánarÆvintýra lærdómsferð til Eldrimner – matarhandverksskóla í Svíþjóð
Farskólinn sótti um styrk í Erasmus+ áætlunina til að heimsækja matarhandverksskólann Eldrimner í Svíþjóð og kynna sér námskeið í matarhandverki.
Lesa nánarVottaðar námsleiðir Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem kenndar eru hjá Farskólanum haustið 2023
Farskólinn leggur áherslu á vottaðar námsleiðir Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Tvær námsleiðir eru þegar farnar af stað í haust og sú þriðja í pípunum.
Lesa nánarNámsvísir Farskólans er kominn inn á öll heimili á Norðurlandi vestra
Áhersla er á vottaðar námsleiðir Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Einnig námskeið fyrir stéttarfélögin, íslensku sem annað mál, matarhandverk og fleira.
Lesa nánarÍslenska sem annað mál – Icelandic as a second language – námskeiðin fara af stað hvert af öðru.
Tvö íslenskunámskeið eru hafin og eitt til tvö í startholunum. Námskeiðin eru í boði um allt Norðurland vestra og hægt er að skrá sig hér á heimasíðunni eða í síma 455 6011.
Lesa nánarHaustönn 2023 hafin hjá Farskólanum – Námsvísir kemur út um miðjan september.
Haustönn hófst með hvelli 1. september með starfsdegi starfsfólks leikskóla á Norðurlandi vestra. Námsvisir er á leiðinni og skráningar á námskeið hafnar á heimasíðu Farskólans.
Lesa nánarHáskólanemendur á Norðurlandi vestra eru velkomnir í námsverin
Frá árinu 2002 hefur Farskólinn ásamt sveitarfélögum á Norðurlandi vestra veitt háskólum á Íslandi þjónustu í formi aðstöðu fyrir fjarnemendur til náms og prófatöku. Frá þeim tíma hafa verið starfrækt námsver og námsstofur á fjórum stöðum á Norðurlandi vestra. Í námsverunum hafa háskólanemar ágætis aðstöðu til að stunda nám sitt, ef þeir kjósa svo og þar geta þeir tekið sín próf.
Lesa nánarTölfræði úr ársskýrslu Farskólans vegna 2022.
Fyrir þá sem hafa gaman að tölfræði koma hér stuttar upplýsingar um námskeiðahald í Farskólanum árið 2022. Ársskýrsla Farskólans mun koma inn á heimasíðuna fljótlega.
Lesa nánarPistill framkvæmdastjóra í Ársskýrslu 2022
Við þurfum að tala um Farskólann, sem stofnaður var fyrir rúmum 30 árum. Við þurfum líka að ræða markhópinn okkar sem er núna skilgreindur sem fullorðið fólk sem ekki hefur lokið framhaldsskóla og við þurfum að tala um íslenskukennslu fyrir útlendinga ...
Lesa nánarNý stjórn kjörin á aðalfundi Farskólans 7. júní 2023.
Stjórn er kjörin á tveggja ára fresti. Nýir stjórnarmenn koma inn fyrir hönd fyrirtækja og stofnana og fyrir hönd sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Lesa nánarAðalfundur Farskólans var haldinn 7. júní 2023 í húsnæði Farskólans við Faxatorg
Á aðalfundinum var kjörin ný stjórn til næstu tveggja ára.
Lesa nánarForstöðumenn fræðslu- og símenntunarmiðstöðva innan Símenntar héldu vorfund sinn á Egilsstöðum
Forstöðumenn fræðslu- og símenntunarmiðstöðva halda vorfund sinn á Egilsstöðum. Stöðvarnar eru ellefu og mynda þétt net hringinn í kringum landið.
Lesa nánarNokkur námskeið framundan – skráningar standa yfir
Hjá Farskólanum er nýlokið námskeiði í skyndihjálp fyrir bændur. Íslenska 1 er farin af stað á Sauðárkróki og skráningar standa yfir á fleiri íslenskunámskeið um Norðurland vestra.
Lesa nánarMargt skemmtilegt framundan í námskeiðshaldi hjá Farskólanum
Hjá Farskólanum er fjöldi skemmtilegra námskeiða framundan, bæði á vegum stéttarfélaga og tengd matarhandverki. Í mars ætlar Farskólinn að fara af stað með ákaflega spennandi Kvikmynda og ljósmyndasmiðju sem kennd verður í fjórum helgarlotum. Öll þessi námskeið eru öllum opin og laus sæti á þau flest.
Lesa nánarÍslenska – Icelandic – Islandzki – исландски – isländisch – islandais
Skráningar standa yfir á íslenskunámskeið vorannar 2023. Komið og verið með okkur og lærið töfra íslenskunnar. Registrations are open for the Icelandic course of spring 2023. Come and join us and learn the magic of the Icelandic language
Lesa nánarEQM gæðavottun í fræðslustarfi, raunfærnimati og náms- og starfsráðgjöf
Farskólinn uppfyllir viðmið EQM+ um gæði í fræðslustarfi, raunfærnimati og náms- og starfsráðgjöf. Viðurkenningin gildir í þrjú ár.
Lesa nánarÍslenskukennsla fyrir útlendinga til umfjöllunar í ráðherranefnd um íslenska tungu
Farskólinn er aðili að Símennt - samtökum fræðslu og símenntunarmiðstöðva á Íslandi. Formaður Símenntar kynnti fyrir ráðherranefnd um íslenska tungu hugmyndir Símenntar um tækifæri og leiðir til að efla íslenskukennslu fyrir útlendinga. Opnið fréttina.
Lesa nánarRaunfærnimati fyrir starfsfólk íþróttahúsa og sundlauga lokið í Skagafirði
Þann 19. desember lauk frábæru raunfærnimatsverkefni hjá Farskólanum. Sjö starfsmenn sundlauga og íþróttahúsa í Skagafirði luku raunfærnimati á móti námskránum ,,Sundlaugarvörður" og ,,starfsmaður í íþróttahúsi". Námskrárnar eru hvor um sig 200 klst að lengd og ígildi 10 framhaldsskólaeininga.
Lesa nánarJólakveðja frá Farskólanum.
Farskólinn - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra óskar öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi nýs árs.
Lesa nánarHann á afmæli í dag … Farskólinn er 30 ára í dag.
Í dag fagnar Farskólinn 30 ára afmæli. Á þessum degi eða 9. desember árið 1992 var stofnfundur Farskólans haldinn á Sauðárkróki.
Lesa nánarFréttir úr starfinu – Háskólapróf – raunfærnimat
Þessa dagana mæta háskólanemendur í námsverin á Norðurlandi vestra til að taka sín próf. Raunfærnimat fyrir starfsfólk sundlauga og íþróttahúsa er framundan í Húnavatnssýslum. Verkefninu er lokið í Skagafirði.
Lesa nánarHáskólabrú á Sauðárkróki
Miðvikudaginn 30. nóvember verður Keilir með opinn kynningarfund um Háskólabrú í Farskólanum á Sauðárkróki og hvetjum við alla sem hafa hug á frekara námi að mæta. Kynningin byrjar kl. 17.00 og eru allir velkomnir.
Lesa nánarFarskólinn auglýsir eftir metnaðarfullum verkefnastjóra til starfa
Farskólinn óskar eftir metnaðarfullum verkefnastjóra til starfa í fjölbreytt og áhugaverð verkefni á Norðurlandi vestra.
Lesa nánarAllt starfsfólk grunnskólanna á Norðurlandi vestra kom saman í Skagafirði föstudaginn 30. september.
Starfsfólk skólanna hittist árlega á sameiginlegum fundi.
Lesa nánarFjölsóttur haustfundur SÍMENNTAR – samtaka fræðslu- og símenntunarmiðstöðva haldinn á Akureyri
Tæplega hundrað þátttakendur sóttu fundinn
Lesa nánarStjórnarfundur í Farskólanum – námskeið í matarhandverki ganga vel – afmælisár framundan.
Stjórnarfundur í Farskólanum. Námskeið í matarhandverki ganga vel. Skráningar standa yfir í íslensku fyrir fólk ef erlendu bergi brotið og önnur námskeið eins og fyrir Fjölmennt.
Lesa nánarTölvulæsi á snjalltæki fyrir 60+
Fyrstu námskeiðin fyrir þá sem eru orðnir sextugir í tölvulæsi á snjalltæki eru hafin á Blönduósi og Hvammstanga og ganga vel.
Lesa nánarFyrsta námskeiði vetrarins lokið
Þá er fyrsta námskeiði vetrarins lokið:) Námskeið í ostagerð sem fram fór helgina 3-4.september og ansi hreint glaðleg andlit í lok námskeiðs. Allir þátttakendur fóru heim með salatost, havarti, hvítmygluost, mysukaramellu, mysubrjóstsykur, ricotta og ostakúlur. Svo fengu þau í nesti gerla og hleypi til að æfa sig áfram heima.
Lesa nánarNámskeið í vinnslu matvæla.
Nú fimmta haustið í röð þá bjóðum við í frábæru samstarfi við Vörusmiðjuna á Skagaströnd og SSNV uppá okkar vinsælu og sérstaklega skemmtilegu námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á matarhandverki. Framboðið hefur aldrei verið meira og að þessu sinni eru tuttugu námskeið á dagskrá. Hlökkum til að sjá ykkur í vetur. Starfsfólk Farskólans
Lesa nánarNáms- og starfsráðgjafi óskast til Farskólans.
Farskólinn leitar að náms- og starfsráðgjafa til að sinna skemmtilegum en krefjandi verkefnum í fullorðins- og framhaldsfræðslu á Norðurlandi vestra.
Lesa nánarÍslenskunámskeiðum vorannar lokið hjá Farskólanum
Haustið 2021 sótti Farskólinn um styrk til Rannís, til að kenna sex íslenskunámskeið árið 2022. Á vorönn var gerður samningur um fjármögnun námskeiða milli Rannís, fyrir hönd félags- og vinnumarkaðsráðuneytis og Farskólans. Í samningi er gert ráð fyrir sex námskeiðum með 60 þátttakendum árið 2022.
Lesa nánarStefnumót við ráðgjafa – Náms- og starfsráðgjöf fyrir starfsfólk HSN á Blönduósi og Sauðárkróki og HVE á Hvammstanga
Áhersla verður lögð á að bjóða náms- og starfsráðgjöf til þeirra sem eru meðlimir í stéttarfélögunum Öldunni á Blönduósi og Samstöðu á Sauðárkróki.
Lesa nánarNáms- og starfsráðgjafi óskast til Farskólans.
Farskólinn leitar að náms- og starfsráðgjafa til að sinna skemmtilegum en krefjandi verkefnum í fullorðins- og framhaldsfræðslu á Norðurlandi vestra.
Lesa nánarNámskeið í matarhandverki í samstarfi við Vörusmiðjuna og SSNV
Frá haustinu 2018 hafa Farskólinn og Vörusmiðjan, með dyggum stuðningi SSNV, boðið upp á námskeið fyrir bændur, smáframleiðendur og aðra áhugasama um matarhandverk. Námskeiðin hafa verið fjölbreytt og hafa 24 mismunandi námskeið tengd matarhandverki verið í boði. Sjá nánar í frétt.
Lesa nánarFarsæl samvinna Farskólans og stéttarfélaga
Árið 2013 hófst farsælt samstarf Farskólans og stéttarfélaga á Norðurlandi vestra um fræðslu fyrir félagsmenn þeirra. Búið er að ákveða tíu námskeið á vorönn og hér á myndinni til hliðar má sjá hvaða námskeið eru í boði á vorönn 2022.
Lesa nánarFréttir af námskeiðum í samstarfi við Fjölmennt – fullorðinsfræðslu fatlaðra
Námskeiðin eru í boði um allt Norðurland vestra. Heimsfaraldurinn hefur sett mark sitt á þátttöku á námskeiðum fyrir fólk með fötlun.
Lesa nánarRaunfærnimat í almennri starfshæfni fer fram í nóvember hjá Farskólanum. Fimmtán pláss eru í boði í þessari lotu.
Raunfærnimat í almennri starfshæfni er í boði hjá Farskólanum í nóvember. Fimmtán pláss eru laus. Raunfærnimat kostar ekkert, annað en smá vinnu í formi sjálfsskoðunar. Sjá nánar í frétt.
Lesa nánarNámskeið fyrir fatlaða hafin eftir nokkurt hlé.
Námskeið fyrir fatlað fólk, í samstarfi við Fjölmennt eru loksins farin af stað hjá Farskólanum. Námskeiðum var nánast sjálfhætt í heimsfaraldrinum.
Lesa nánarMikill áhugi á íslenskunámskeiðum á haustönn
Mikill áhugi er á íslenskunámskeiðum fyrir útlendinga á Norðurlandi vestra þetta haustið. Sex námskeið voru haldin á vorönn 2021 og það stefnir í fimm ný námskeið á haustönn. Þetta eru ánægjuleg tíðindi. Sjá nánar í frétt:
Lesa nánarEnska, danska, stærðfræði og íslenska fyrir fullorðna námsmenn
Grunnmennt hentar vel fyrir þá sem eru að hefja nám í framhaldsskóla aftur eftir hlé eða þá sem stunda helgarnám í iðngreinum og eiga bóklegu greinarnar eftir.
Lesa nánarNám og námskeið fyrir bændur og aðra áhugasama um matvælavinnslu
Bændur og aðrir sem hafa áhuga á matvælavinnslu geta nú sótt fjölda námskeiða. Haustið er akkúrat rétti tíminn til að skella sér á námskeið.
Lesa nánarHvað veistu um raunfærnimat?
Námsvísir Farskólans er á leiðinni. Hann kemur í hús í næstu viku. Þar verða námsleiðir framhaldsfræðslunnar auglýstar ásamt raunfærnimati og náms- og starfsráðgjöf. Einnig námskeið í íslensku og fyrir fólk úti í atvinnulífinu, sem og aðra áhugasama. Hér má sjá pistil framkvæmdarstjóra.
Lesa nánarUndirbúningur fyrir haustönn kominn á fulla ferð
Eftir gott sumarfrí eru starfsmenn mættir til vinnu í Farskólann. Undirbúningur haustsins stendur nú yfir. Framundan eru ýmis námskeið tengd stéttarfélögunum, HSN og sveitarfélaginu Skagafirði ásamt því að fjögur íslenskunámskeið hefjast í september. Skráningar standa yfir í vottuðu námsleiðina Grunnmennt, þar sem kenndar verða námsgreinarnar íslenska, stærðfræði, enska og danska. Ákveðið hefur verið að bjóða […]
Lesa nánarSumarfrí í Farskólanum
Nú eru starfsmenn Farskólans komnir í langþráð sumarfrí. Öllum er velkomið að senda tölvupóst á farskolinn@farskolinn.is ef fólk á erindi. Farskólinn opnar aftur mánudaginn 9. ágúst. Starfsmenn óska þess að sumarið verði ánægjulegt hjá öllum íbúum á Norðurlandi vestra. Njótum sumarsins. Klukkan minnir á hversu dýrmætir tíminn er.
Lesa nánarÚtskrift úr raunfærnimati hjá Farskólanum
Í dag útskrifuðust 13 þátttakendur úr raunfærnimati í þjónustugreinum. Hér er átt við raunfærnimat á móti námskrá Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrautar og á móti námskrá Félagsliðabrautar. Meðal greina sem metnar voru voru: Fatlanir, heilsa og lífsstíll, hússtjórn og matreiðsla, næringarfræði, uppeldisfræði, öldrun, vinnan, umhverfi og öryggi, skapandi starf, samvinna og samskipti, barnabókmenntir og fl. Matsaðilar voru: […]
Lesa nánarVorfundur Farskólans haldinn að Hólum í Hjaltadal að þessu sinni
Vorfundur Farskólans var haldinn 23. júní að Hólum í Hjaltadal. Þema fundarins var að þessu sinni: samfélagsábyrgð og sýnileiki. Fundargestir veltu fyrir sér helstu verkefnum Farskólans, samfélagsábyrgð skólans í verki og hvort Farskólinn væri vel sýnilegur á starfssvæði sínu. Vinnu fundarins stýrði Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV. Ekki var að heyra annað en að fundargestir […]
Lesa nánar,,Námi og þjálfun” lokið í Farskólanum – nýtt nám hefst næsta haust
Námsleiðinni ,,Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum” var slitið 27. maí síðastliðinn. Samtals luku ellefu nemendur náminu. Kennslugreinar voru: Tveir áfangar í ensku, íslensku og stærðfræði og einn áfangi í dönsku. Leiðbeinendur voru: Hafdís Einarsdóttir, Gísli Árnason, Ágúst Ingi Ágústsson og Eva Óskarsdóttir. Öll eru þau með kennsluréttindi. Nýtt námskeið mun fara af stað […]
Lesa nánarAðalfundur Farskólans 31. maí 2021
Aðalfundur Farskólans var haldinn mánudaginn 31. maí. Ársskýrsla stjórnar og ársreikningur vegna 2020 verða birt hér á heimasíðu Farskólans. Rekstrartekjur skólans voru 73,7 milljónir króna og lækkuðu þær um 14 milljónir króna frá árinu á undan. Tap var á rekstri skólans á síðasta ári á móti rekstrarafgangi árið þar á undan. Ný stjórn var kosin […]
Lesa nánarGóð þátttaka á vefnámskeiðum vorannar
Núna á vorönn hafa Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra og SÍMEY sameiginlega staðið fyrir ellefu vefnámskeiðum. Í það heila sóttu 299 manns námskeiðin, þar af 138 á svæði Farskólans og 161 af svæði SÍMEY. Lengd námskeiðanna var frá einni og upp í sjö klukkustundir. Námskeiðin voru haldin í samstarfi við stéttarfélögin Einingu Iðju, […]
Lesa nánarGrunnmennt verður í boði haustið 2021
Farskólinn ætlar að fara af stað næsta haust (2021) með námsleiðina ,,Grunnmennt” (hét áður ,,Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum”) ef næg þátttaka fæst. Grunnmennt er ein af vottuðum námskrám Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og styrkt af Fræðslusjóði. Sjá: https://frae.is/namskrar/almennar-namskrar/ Námsgreinar eru: danska, enska, íslenska og stærðfræði. Hér er um nýja og uppfærða námskrá að ræða […]
Lesa nánarHáskólapróf vorið 2021
Nú er háskólaprófin hafin á Norðurlandi vestra. Það eru allir háskólanemendur velkomnir í námsverin til að taka sín próf. Farskólinn heldur ekki skrá yfir þá nemendur sem ekki flokkast sem fjarnemendur. Þeir nemendur verða að hafa samband við sinn skóla, vilji þeira taka prófin í sinni heimabyggð, með góðum fyrirvara. Tengiliður vegna háskólaprófa er Jóhann […]
Lesa nánarFréttir af starfinu
Þrátt fyrir heimsfaraldur Covit – 19 þá reynir starfsfólk Farskólans að halda dagskránni gangandi. Nánast flest styttri námskeið hafa verið flutt á netið og gengur það vel. Í gangi eru tvö stór námskeið eða vottaðar námsleiðir FA; Nám- og þjálfun í almennum bóklegum greinum og Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú. Tveimur spænskunámskeiðum er lokið og verður framhald […]
Lesa nánarJólakveðjur frá Farskólanum
Við í Farskólanum óskum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi nýs árs, með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða. Árið hefur verið í meira lagi óvenjulegt fyrir fræðslu- og símenntunarmiðstöð, eins og Farskólann. Þrátt fyrir það hefur okkur tekist að skipuleggja og halda utan um námskeið af öllu tagi, boðið upp á […]
Lesa nánarNýjar fréttir af sóttvörnum
Hertar sóttvarnarreglur í Farskólanum samkvæmt minnisblaði sóttvarnarlæknis frá 3. október 2020.
Lesa nánarBreyttar sóttvarnaráherslur – grímuskylda
Nú ber nemendum, kennurum og öðru starfsfólki framhalds- og háskóla á höfuðborgarsvæðinu skylda til að nota grímur í skólabyggingum og í öllu skólastarfi.
Lesa nánarNý heimasíða tekin í notkun hjá Farskólanum
Ný heimasíða hefur verið tekin í notkun. Við erum enn að læra á hana. Hún á eftir að nýtast okkur vel í framtíðinni.
Lesa nánarUm skólahald í Farskólanum vegna COVID – 19
Nýjar leiðbeiningar frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu – Farskólinn ber ábyrgð á að farið sé eftir sóttvarnarreglum sem eru í gildi hverju sinni um öryggi og velferð námsmanna, leiðbeinenda og starfsfólks.
Lesa nánarSumarfrí í Farskólanum er hafið
Starfsfólk Farskólans verður í sumarfríi fram yfir verslunar- mannahelgina. Njótum öll sumarsins
Lesa nánarAðalfundur Farskólans haldinn 8. júní
Þátttakendur á námskeiðum árið 2019 voru samtals 1557. Konur voru 1027 og karlar voru 530. Samtals voru haldin 120 námskeið og fyrirlestrar á árinu 2019. Árið 2019 voru þátttakendur á námskeiðum Farskólans 1557 að tölu. Konur voru 1027 og karlar voru 530. Kennslustundir voru 1917 og nemendastundir voru 21 þúsund. Meðaldur þátttakenda var 45 ár, […]
Lesa nánarNámskeið haustsins farin að tínast inn á heimasíðuna
Nám og þjálfu í almennum bóklegum greinum fer af stað í september. Smátt og smátt er starfið í Farskólanum að færast í eðlilegt horf. Í samkomubanninu hafði Farskólinn, ásamt góðum nágrönnum okkar hjá SÍMEY, frumkvæði að og skipulagði samtals 10 námskeið sem öll voru haldin á vefnum. Sum voru haldin oftar en einu sinni. Góður […]
Lesa nánarVefnámskeiðin ganga vel – þátttaka er góð og námskeiðum fjölgað
Grunnskólakennarar í Varmahlíð á fyrirlestri um ,,Að setja sér mörk”. Tæknin þjónar okkur vel á þessum tímum og er komin til að vera. Vefnámskeiðin sem Farskólinn hefur boðið upp á í samstarfi við SÍMEY, SSNV og stéttarfélögin hafa gengið vel. Framundan eru fyrirlestrar um kvíða barna og unglinga, að rækta sitt eigið grænmeti, um samskipti […]
Lesa nánarNý vefnámskeið hjá Farskólanum – þátttakendur þurfa ekki að greiða fyrir að taka þátt
Farsælt samstarf Farskólans, SSNV, stéttarfélaga og SÍMEY heldur áfram. Við í Farskólanum höldum ótrauð áfram að bjóða upp á fyrirlestra á þessum skrýtnu tímum sem við lifum. Í boði eru fimm ný námskeið: Jákvæð andleg orka á tímum óvissu Kvíði barna og unglinga á tímum Covid Ræktaðu þitt eigið grænmeti Samskipti í samkomubanni Vellíðan heima […]
Lesa nánar