Nokkur námskeið framundan – skráningar standa yfir

Hjá Farskólanum er nýlokið námskeiðum í skyndihjálp, námskeiði fyrir dyraverði, sem haldið var á Hvammstanga og áleggs- og pylsugerð svo dæmi séu tekin.  

Það standa yfir skráningar í námskeið af ýmsum toga. Má þar til dæmis nefna íslensku fyrir útlendinga. Á Sauðárkróki fer af stað íslenska 2 um leið og náðst hefur í hóp. Það sama má segja um íslensku 2 á Blönduósi og Hvammstanga. 

Framundan eru spennandi námskeið í ostagerð, vorverkunum í garðinum, útivist og fleiru. Mörg námskeið eru haldin í samstarfi við stéttarfélög og þurfa skjólstæðingar þeirra ekki að greiða námskeiðsgjald í þeim tilfellum.

Hægt er að skrá sig á langflest námskeið hér á heimasíðunni en einnig má hringja í 455 – 6010 eða skrifa til verkefnastjóra á netfangið farskolinn@farskolinn.is. 

Framundan er raunfærnimat fyrir starfsfólk í leik- og grunnskólum ásamt raunfærnimati fyrir starfsfólk sundlauga og íþróttahúsa í Húnavatnssýslum. Einnig er í boði raunfærnimat fyrir starfsfólk í fiskvinnslu. 

Það skal ítrekað að lang flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til þátttöku á öllum þessum námskeiðum og við minnum á að stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn á þeim námskeiðum sem haldin eru í samstarfi við þau.

Frá námskeiði í áleggs- og pylsugerð.

 

     S