Sumarfrí í Farskólanum

Nú eru starfsmenn Farskólans komnir í langþráð sumarfrí. Öllum er velkomið að senda tölvupóst á farskolinn@farskolinn.is ef fólk á erindi. Farskólinn opnar aftur mánudaginn 9. ágúst. Starfsmenn óska þess að sumarið verði ánægjulegt hjá öllum íbúum á Norðurlandi vestra. Njótum sumarsins. Klukkan minnir á hversu dýrmætir tíminn er.

Halda áfram að lesa Sumarfrí í Farskólanum

Útskrift úr raunfærnimati hjá Farskólanum

Í dag útskrifuðust 13 þátttakendur úr raunfærnimati í þjónustugreinum. Hér er átt við raunfærnimat á móti námskrá Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrautar og á móti námskrá Félagsliðabrautar.  Meðal greina sem metnar voru voru: Fatlanir, heilsa og lífsstíll, hússtjórn og matreiðsla, næringarfræði, uppeldisfræði, öldrun, vinnan, umhverfi og öryggi, skapandi starf, samvinna og samskipti,…

Halda áfram að lesa Útskrift úr raunfærnimati hjá Farskólanum

Vorfundur Farskólans haldinn að Hólum í Hjaltadal að þessu sinni

Vorfundur Farskólans var haldinn 23. júní að Hólum í Hjaltadal. Þema fundarins var að þessu sinni: samfélagsábyrgð og sýnileiki. Fundargestir veltu fyrir sér helstu verkefnum Farskólans, samfélagsábyrgð skólans í verki og hvort Farskólinn væri vel sýnilegur á starfssvæði sínu. Vinnu fundarins stýrði Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV. Ekki var að…

Halda áfram að lesa Vorfundur Farskólans haldinn að Hólum í Hjaltadal að þessu sinni

,,Námi og þjálfun“ lokið í Farskólanum – nýtt nám hefst næsta haust

Námsleiðinni ,,Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum" var slitið 27. maí síðastliðinn. Samtals luku ellefu nemendur náminu. Kennslugreinar voru: Tveir áfangar í ensku, íslensku og stærðfræði og einn áfangi í dönsku.Leiðbeinendur voru: Hafdís Einarsdóttir, Gísli Árnason, Ágúst Ingi Ágústsson og Eva Óskarsdóttir. Öll eru þau með kennsluréttindi.Nýtt námskeið mun…

Halda áfram að lesa ,,Námi og þjálfun“ lokið í Farskólanum – nýtt nám hefst næsta haust
Aðalfundur Farskólans 31. maí 2021
Frá vinstri: Erla Björk Örnólfsdóttir, Ingileif Oddsdóttir, Bryndís Þráinsdóttir, Bryndís Lilja Hallsdóttir. Rakel Runólfsdóttir, Valdimar Hermannsson og Guðmundur Finnbogason.

Aðalfundur Farskólans 31. maí 2021

Aðalfundur Farskólans var haldinn mánudaginn 31. maí. Ársskýrsla stjórnar og ársreikningur vegna 2020 verða birt hér á heimasíðu Farskólans. Rekstrartekjur skólans voru 73,7 milljónir króna og lækkuðu þær um 14 milljónir króna frá árinu á undan. Tap var á rekstri skólans á síðasta ári á móti rekstrarafgangi árið þar á…

Halda áfram að lesa Aðalfundur Farskólans 31. maí 2021

Góð þátttaka á vefnámskeiðum vorannar

Núna á vorönn hafa Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra og SÍMEY sameiginlega staðið fyrir ellefu vefnámskeiðum. Í það heila sóttu 299 manns námskeiðin, þar af 138 á svæði Farskólans og 161 af svæði SÍMEY. Lengd námskeiðanna var frá einni og upp í sjö klukkustundir. Námskeiðin voru haldin í…

Halda áfram að lesa Góð þátttaka á vefnámskeiðum vorannar
Grunnmennt verður í boði haustið 2021
Námsverið á Skagaströnd.

Grunnmennt verður í boði haustið 2021

Farskólinn ætlar að fara af stað næsta haust (2021) með námsleiðina ,,Grunnmennt" (hét áður ,,Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum") ef næg þátttaka fæst. Grunnmennt er ein af vottuðum námskrám Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og styrkt af Fræðslusjóði. Sjá: https://frae.is/namskrar/almennar-namskrar/  Námsgreinar eru: danska, enska, íslenska og stærðfræði. Hér er um nýja…

Halda áfram að lesa Grunnmennt verður í boði haustið 2021
Háskólapróf vorið 2021
Námsverið á Skagaströnd.

Háskólapróf vorið 2021

Nú er háskólaprófin hafin á Norðurlandi vestra. Það eru allir háskólanemendur velkomnir í námsverin til að taka sín próf. Farskólinn heldur ekki skrá yfir þá nemendur sem ekki flokkast sem fjarnemendur. Þeir nemendur verða að hafa samband við sinn skóla, vilji þeira taka prófin í sinni heimabyggð, með góðum fyrirvara.…

Halda áfram að lesa Háskólapróf vorið 2021
Fréttir af starfinu
Kristinn R. Ólafsson í síðustu kennslustund spænskunnar vorið 2021.

Fréttir af starfinu

Þrátt fyrir heimsfaraldur Covit - 19 þá reynir starfsfólk Farskólans að halda dagskránni gangandi. Nánast flest styttri námskeið hafa verið flutt á netið og gengur það vel. Í gangi eru tvö stór námskeið eða vottaðar námsleiðir FA; Nám- og þjálfun í almennum bóklegum greinum og Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú. Tveimur spænskunámskeiðum…

Halda áfram að lesa Fréttir af starfinu

Jólakveðjur frá Farskólanum

Við í Farskólanum óskum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi nýs árs, með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða. Árið hefur verið í meira lagi óvenjulegt fyrir fræðslu- og símenntunarmiðstöð, eins og Farskólann. Þrátt fyrir það hefur okkur tekist að skipuleggja og halda utan um námskeið af…

Halda áfram að lesa Jólakveðjur frá Farskólanum

Allt komið

Ekkert meira efni til