Nú stendur yfir prófatörn í námsverunum. Farskólinn gegnir hlutverki prófamiðstöðvar á Norðurlandi vestra.
Frá árinu 2002 hefur Farskólinn ásamt sveitarfélögum á Norðurlandi vestra veitt háskólum á Íslandi þjónustu í formi aðstöðu fyrir fjarnemendur til náms og prófatöku. Frá þeim tíma hafa verið starfrækt námsver og námsstofur á fjórum stöðum á Norðurlandi vestra.