Tölfræði úr ársskýrslu Farskólans vegna 2022.
Fyrir þá sem hafa gaman að tölfræði koma hér stuttar upplýsingar um námskeiðahald í Farskólanum árið 2022. Ársskýrsla Farskólans mun koma inn á heimasíðuna fljótlega.
Fyrir þá sem hafa gaman að tölfræði koma hér stuttar upplýsingar um námskeiðahald í Farskólanum árið 2022. Ársskýrsla Farskólans mun koma inn á heimasíðuna fljótlega.
Við þurfum að tala um Farskólann, sem stofnaður var fyrir rúmum 30 árum. Við þurfum líka að ræða markhópinn okkar sem er núna skilgreindur sem fullorðið fólk sem ekki hefur lokið framhaldsskóla og við þurfum að tala um íslenskukennslu fyrir útlendinga ...
Stjórn er kjörin á tveggja ára fresti. Nýir stjórnarmenn koma inn fyrir hönd fyrirtækja og stofnana og fyrir hönd sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Á aðalfundinum var kjörin ný stjórn til næstu tveggja ára.
Forstöðumenn fræðslu- og símenntunarmiðstöðva halda vorfund sinn á Egilsstöðum. Stöðvarnar eru ellefu og mynda þétt net hringinn í kringum landið.
Hjá Farskólanum er nýlokið námskeiði í skyndihjálp fyrir bændur. Íslenska 1 er farin af stað á Sauðárkróki og skráningar standa yfir á fleiri íslenskunámskeið um Norðurland vestra.
Hjá Farskólanum er fjöldi skemmtilegra námskeiða framundan, bæði á vegum stéttarfélaga og tengd matarhandverki. Í mars ætlar Farskólinn að fara af stað með ákaflega spennandi Kvikmynda og ljósmyndasmiðju sem kennd verður í fjórum helgarlotum. Öll þessi námskeið eru öllum opin og laus sæti á þau flest.
Skráningar standa yfir á íslenskunámskeið vorannar 2023. Komið og verið með okkur og lærið töfra íslenskunnar. Registrations are open for the Icelandic course of spring 2023. Come and join us and learn the magic of the Icelandic language
Farskólinn uppfyllir viðmið EQM+ um gæði í fræðslustarfi, raunfærnimati og náms- og starfsráðgjöf. Viðurkenningin gildir í þrjú ár.
Farskólinn er aðili að Símennt - samtökum fræðslu og símenntunarmiðstöðva á Íslandi. Formaður Símenntar kynnti fyrir ráðherranefnd um íslenska tungu hugmyndir Símenntar um tækifæri og leiðir til að efla íslenskukennslu fyrir útlendinga. Opnið fréttina.