Ný stjórn kjörin á aðalfundi Farskólans 7. júní 2023.

Samkvæmt stofnskrá Farskólans sitja í stjórn fulltrúar frá stéttarfélögum, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Hólaskóla, sveitarfélögum og fyrirtækjum og stofnunum. 

Á aðalfundi Farskólans þann 7. júní síðastliðinn var kjörin ný stjórn til næstu tveggja ára. Í stjórn Farskólans sitja. Guðmundur Finnbogason frá Samstöðu, fyrir hönd stéttarfélaga, Hólmfríður Sveinsdóttir fyrir hönd Háskólans á Hólum, Ingileif Oddsdóttir fyrir hönd Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Kristófer Már Maronsson fyrir hönd sveitarfélaga (Skagafjörður) og Kristrún Snjólfsdóttir fyrir hönd Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (fyrirtæki).

Farskólinn býður nýja stjórnarmenn velkomna til starfa.

 

Myndin er tekin eftir aðalfund Farskólans 7. júní síðastliðinn. Frá vinstri í efri röð: Rakel Runólfsdóttir, Bryndís Lilja Hallsdóttir, Hulda Jónsdóttir, Hólmfríður Sveinsdóttir og Ingileif Oddsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Bryndís Þráinsdóttir, Guðmundur Finnbogason og Elín Aradóttir. Ljósmynd: Farskólinn.