Raunfærni er samanlögð færni sem einstaklingur hefur náð með ýmsum hætti, svo sem í gegnum starfsreynslu, með starfsnámi, frístundanámi, skólanámi, félagsstörfum og fjölskyldulífi. Til að fara í raunfærnimat þurfa einstaklingar að vera orðnir 23 ára og hafa unnið í greininni í þrjú ár.
Árið 2023 býður Farskólinn upp á raunfærnimat í eftirfarandi greinum:
- Á móti námskránum „Sundlaugarvörður“ og ,,Starfsmaður í íþróttahúsi„. Fyrir allt að 10 þátttakendur.
- í iðngreinum í samstarfi við Iðuna. Dæmi um iðngreinar: Bifvélavirkjun, húsasmíði, pípulagnir og fl. Sex pláss á þessu ári.
- Í þjónustugreinum. Á móti leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú. Fyrir 10 – 12 þátttakendur.
- Á móti námskrá í fisktækni. Sérstaklega fyrir erlenda starfsmenn í fiskvinnslu. Í samstarfi við SÍMEY.
- Á móti námskrá í matartækni í samstarfi við SÍMEY.