Raunfærnimat verður sífellt mikilvægara til þess að kortleggja færni einstaklinga og auka möguleika þeirra til að bæta við sig í námi eða annarri uppbyggingu. Margir einstaklingar á vinnumarkaði hafa í gegnum áralanga reynslu byggt upp ákveðna og margskonar færni. Þeir hafa hins vegar ekki lokið formlegu námi. Þessir einstaklingar búa yfir raunfærni sem vert er að skoða og meta.
Raunfærni er samanlögð færni sem einstaklingur hefur náð með ýmsum hætti, svo sem í gegnum starfsreynslu, með starfsnámi, frístundanámi, skólanámi, félagsstörfum og fjölskyldulífi. Til að fara í raunfærnimat þurfa einstaklingar að vera orðnir 23 ára og hafa unnið í greininni í þrjú ár.
Árið 2023 býður Farskólinn upp á raunfærnimat í eftirfarandi greinum:
- Á móti námskránum “Sundlaugarvörður” og ,,Starfsmaður í íþróttahúsi“. Fyrir allt að 10 þátttakendur.
- í iðngreinum í samstarfi við Iðuna. Dæmi um iðngreinar: Bifvélavirkjun, húsasmíði, pípulagnir og fl. Sex pláss á þessu ári.
- Í þjónustugreinum. Á móti leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú. Fyrir 10 – 12 þátttakendur.
- Á móti námskrá í fisktækni. Sérstaklega fyrir erlenda starfsmenn í fiskvinnslu. Í samstarfi við SÍMEY.
- Á móti námskrá í matartækni í samstarfi við SÍMEY.
Raunfærnimatsferlið
- Kynning á ferlinu
- Viðtal við náms- og starfsráðgjafa
- Ferlið hefst þegar kominn er hópur af einstaklingum sem uppfyllir inntökuskilyrði
- Færniskráning (gerð færnimöppu og sjálfsmat)
- Matssamtal þar sem matsaðili metur færnina með fjölbreyttum aðferðum
- Nánari staðfesting ef þess er þörf
- Viðurkenning og skráningar á metnum einingum inn í Innu
Sjá nánar á heimasíðu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins um raunfærnimat og myndband.
Verkefnastjórar Farskólans veita allar frekari upplýsingar meðal annars í síma 455 6010