
Bryndís Kristín Williams Þráinsdóttir
Bryndís hóf störf hjá Farskólanum - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra 1. ágúst 2001. Bryndís er fædd og uppalin í Reykjavík og síðar í Ólafsvík. Bryndís lauk B.Ed. gráðu frá Kennaraháskóla Íslands árið 1981. Hún kenndi við Grunnskólann í Ólafsvík og síðar við Háskólann á Bifröst. Frá 1993 kenndi Bryndís við Árskóla á Sauðárkróki.
Bryndís hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Farskólans síðan 2003. Bryndís lauk meistaranámi í menntunarfræðum frá Háskóla Íslands, með áherslu á fræðslustarf með fullorðnum og mannauðsþróun, haustið 2009. Lokaritgerð Bryndísar fjallaði um námskeiðsmat. Bryndís hefur sótt nokkur námskeið á Menntavísindasviði HÍ um kennslu í myndmennt undanfarin ár.
Síminn hjá Bryndísi er: 455-6010 og 894-6012. Netfangið hjá Bryndísi er: bryndis(hjá)farskolinn.is.

Jóhann Ingólfsson
Jóhann hóf störf hjá Farskólanum - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra haustið 2003. Jóhann er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Jóhann er meistari í rafvélavirkjun og er með kennsluréttindi frá Háskólanum á Akureyri. Jóhann hefur kennt við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Jóhann hefur umsjón með Námsveri háskólanema á Sauðárkróki, hefur yfirumsjón með prófum háskólanema og fjarfundabúnaði. Hann sér einnig um að skipuleggja og halda utan um námskeið og kenna á þeim.
Síminn hjá Jóhanni er 455-6011 og 893-6011. Netfangið hjá Jóhanni er johann(hjá)farskolinn.is

Halldór Brynjar Gunnlaugsson
Halldór hóf störf hjá Farskólanum - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra vorið 2011. Halldór er fæddur og uppalinn í Skagafirði. Halldór útskrifaðist sem kennari frá Háskólanum á Akureyri auk þess sem hann lauk viðskiptafræði frá sama skóla. Halldór bjó nokkur ár í Danmörku og lauk þaðan meistaraprófi í markaðsfræði frá Árósarháskóla.
Halldór skipuleggur og hefur umsjón með námskeiðum og markaðsstarfi hjá Farskólanum ásamt fleiri verkefnum eins og kennslu og aðstoð við háskólanema.
Síminn hjá Halldóri er 455-6013. Netfang Halldórs er halldorb(hjá)farskolinn.is