Íslenska sem annað mál – Icelandic as a second language – námskeiðin fara af stað hvert af öðru.

Námskeið í íslensku sem öðru máli eru hafin hjá Farskólanum þetta haustið.

Á Sauðárkróki eru tólf Pólverjar á íslensku 1. Leiðbeinandi er Anna Katarzyna  Szafraniec. Kennt er í kennslustofu á Faxatorginu á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 17:30.

Á Blönduósi hefst námskeið fyrir byrjendur og lengra komna mánudaginn 2. október. Leibeinandi verður Jóhanna Guðrún Jónasdóttir, kennari. Kennt verður á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 17:00 í sal Samstöðu við Þverbraut.

Á Sauðárkróki hefst íslenska 1 mánudaginn 2. október klukkan 17:00.  Leiðbeinandi verður Sara Níelsdóttir, framhaldsskólakennari. Kennt verður á mánudögum og miðvikudögum.

Íslenska 2 fer af stað um leið og lágmarksþátttöku verður náð. Það styttist í það. Leiðbeinandi verður Davíð Jóhannsson.

 

 

Hluti íslenskunemenda vorið 2023.