Aðalfundur Farskólans var haldinn 7. júní. Á fundinum var kjörin ný stjórn. Í stjórninni sitja: Guðmundur Finnbogason, formaður Samstöðu, fyrir hönd stéttarfélaga, Sigurbjörg Kristrún Snjólfsdóttir frá HSN fyrir hönd fyrirtækja og stofnana, Ingileif Oddsdóttir, skólameistari fyrir hönd FNV, Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor, fyrir hönd Háskólans á Hólum. Fyrir hönd sveitarfélaga mun fulltrúi koma frá sveitarfélaginu Skagafirði.
Rekstrartekjur Farskólans árið 2023 voru tæpar 65 milljónir króna.
Í Farskólanum voru haldin 76 námskeið af öllum stærðum og gerðum. Kennslustundir voru 1557 og nemendastundir voru 11447. Þátttakendur voru samtals 707, það er 530 konur og 177 karlar. Yngsti þátttakandinn var 18 ára og sá elsti var 86 ára.
Ársskýrsla vegna 2023 og ársreikningur verða sett inn á heimasíðuna, eins og reglur segja til um.
Framkvæmdastjóri Farskólans er Bryndís Kristín Williams Þráinsdóttir.