Aðalfundur Farskólans haldinn 16. maí
Þann 16. maí var aðalfundur Farskólans haldinn. Rekstrartekjur ársins 2023 voru 73,5 milljónir. Ársreikningur og Ársskýrsla stjórnar eru komnar hér inn á heimasíðuna.
Árið 2023 voru haldin 99 námskeið og fyrirlestrar hjá Farskólanum. Kennslustundir voru 1550 og nemendastundir voru 13700.
Nemendur voru 1157; konur voru 927 og karlar voru 210. Meðalaldur nemenda var 44 ár. Sá yngsti var 16 ára og sá elsti var 78 ára.
Ekki er annað að sjá en að áhrifa heimsfaraldurs sé hætt að gæta og erum við þakklát fyrir það.
Hjá Farskólanum starfa þrír fastir starfsmenn, auk bókara og fjölda verktaka sem sinna kennslu.