Farskólinn – prófamiðstöð á Norðurlandi vestra

Prófamiðstöð – Prófatími

Fyrir rúmu ári síðan tók Farskólinn þá ákvörðun að bjóða alla fjarnema velkomna til að taka sín próf í Farskólanum burtséð frá því á hvaða skólastigi þeir stunda nám. Fram að þeim tíma voru það eingöngu háskólanemar sem tóku próf í Farskólanum.

Nú á vorönn kemur í ljós hversu mikil þörfin var, því ansi margir framhaldsskólanemendur í fjarnámi hafa komið í Farskólann til að taka próf.

Prófatíminn er annasamur fyrir starfsfólk. Það má lítið út af bregða. Veikindi eru ekki í boði á þessum tíma, ef svo mætti segja, en í gamansömum tón þó.

Nemendur greiða fyrir prófatökuna þó greiða sumir skólar fyrir sína nemendur. Nemendur greiða fyrir allt að þrjú próf á hverri önn.

Til nemenda: Verið velkomin til okkar til að taka próf. Það fer vel um ykkur í Farskólanum og hjá samstarfsfélögum okkar í námsverunum á Norðurlandi vestra.