Sjálfsmatsskýrsla vegna ársins 2023 er komin á heimasíðuna

Sjálfsmatsskýrsla vegna ársins 2023  er komin á heimasíðu Farskólans.

Árið 2023  voru eftirfarandi matsverkefni framkvæmd:

  • EQM+. Farið í gegnum alla sjálfsmatslista sem tilheyra gæðamatskerfinu EQM+ og umbótaáætlun sett fram.
  • Námskeiðsmat lagt fyrir alla þá sem tóku þátt í námskeiðunum íslenska sem annað mál og Skref til sjálfshjálpar (líka íslenskunámskeið).
  • Námskeiðsmat lagt fyrir þátttakendur í vottuðu námsleiðinni Sterkari starfskraftur.
  • Mat á framkvæmd raunfærnimats lagt fyrir tvo hópa sem fóru í raunfærnimat á árinu 2023.

Niðurstöðurnar liggja fyrir í Sjálfsmatsskýrslu fyrir árið  2023. Í skýrslunni kemur einnig fram matsáætlun vegna ársins 2024.

Þess má geta að niðurstöður úr námskeiðsmati vegna íslensku sem annars máls eru sendar á ráðuneyti félags- og vinnumála, eins og reglur gera ráð fyrir.