Nýr verkefnastjóri til Farskólans

Nýr verkefnastjóri til Farskólans

Þórhildur M. Jónsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri til Farskólans. Þórhildur er matreiðslumeistari að mennt og með BA í ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum, auk þess sem hún hefur lokið verkefnastjórnun og leiðtoganámi. Í vor lýkur hún námi í markaðsfræði frá Háskólanum á Bifröst.

Þórhildur hefur kennt á matarhandverksnámskeiðum Farskólans undanfarin ár og hefur langa reynslu af verkefnastjórn.

Þórhildur kemur til starfa í byrjun ágúst og við bjóðum hana hjartanlega velkomna til starfa í Farskólanum.