Vikuna 13. – 17. nóvember verður starfsfólk Farskólans í námsverunum á Norðurlandi vestra. Byrjað verður á Hvammstanga, síðan verður farið á Blönduós á þriðjudeginum, Skagaströnd á miðvikudeginum og Sauðárkrókur á fimmtudeginum.
Dagskrá þessa daga er þannig að kl. 13:00 er tekið á móti eldri hópnum okkar eða 60+ og þeir geta fengið upprifjun í tölvulæsi (símar og spjaldtölvur). Klukkan 14:00 – 16:30 er boðið upp á afmælistertu og kaffi og spjall um allt sem við kemur verkefnum Farskólans; námskeiðum, ráðgjöf og raunfærnimati.
Í tengslum við þessa viku verða haldin námskeið í konfektgerð. Dagskrá er svohljóðandi:
Mánudagur 13. nóvember, kl. 17:00 – 19:00. Hvammstangi. Konfektgerð í Grunnskóla Húnaþings vestra.
Mánudagur 13. nóvember, kl. 20:00 – 22:00. Blönduós. Konfektgerð í Húnaskóla á Blönduósi.
Miðvikudagur 15. nóvember, kl. 17:00 – 19:00. Skagaströnd. Konfektgerð í Höfðaskóla.
Miðvikudagur 15. nóvember, kl. 20:00 – 22:00. Sauðárkrókur. Konfektgerð í Árskóla.
Föstudagur 17. nóvember, kl. 17:00 – 19:00. Hofsós. Konfektgerð í Grunnskólanum Austan vatna.
Það þarf að skrá sig á námskeiðin. Það er gert hér á heimasíðunni undir ,,Námskeið” eða hringja í síma 455 6010 eða 894 6012 (Bryndís).
Námskeiðin eru í boði Farskólans.
Verið velkomin.