Þá er fyrsta námskeiði vetrarins lokið:) Námskeið í ostagerð sem fram fór helgina 3-4.september og ansi hreint glaðleg andlit í lok námskeiðs. Allir þátttakendur fóru heim með salatost, havarti, hvítmygluost, mysukaramellu, mysubrjóstsykur, ricotta og ostakúlur. Svo fengu þau í nesti gerla og hleypi til að æfa sig áfram heima. Við byrjum strax að safna í hóp fyrir annað svona námskeið, þannig að áhugasamir og þið sem misstuð af núna skuluð endilega skrá ykkur og við setjum það á dagskrá þegar við erum komin með vísi að hóp:) Framundan eru á dagskrá ein 20 matartengd námskeið og pláss laus á þau öll (Sjá síðustu mynd).
Skráðu þig strax þó þú vitir ekki hvort þú komist og við pössum uppá að námskeiðið fari ekki framhjá þér:)