Vefnámskeiðin ganga vel – þátttaka er góð og námskeiðum fjölgað

Grunnskólakennarar í Varmahlíð á fyrirlestri um ,,Að setja sér mörk”. Tæknin þjónar okkur vel á þessum tímum og er komin til að vera.

Vefnámskeiðin sem Farskólinn hefur boðið upp á í samstarfi við SÍMEY, SSNV og stéttarfélögin hafa gengið vel. Framundan eru fyrirlestrar um kvíða barna og unglinga, að rækta sitt eigið grænmeti, um samskipti í samkomubanni og vellíðan heima með góðu skipulagi. Nánari upplýsingar eru hér á heimasíðunni undir ,,námskeið” og skráningar fara einnig þar fram.

Grunnskólakennarar í Varmahlíð sóttu fyrirlestur hjá Steinunni Stefánsdóttur hjá Starfsleikni í dag föstudaginn 24. apríl. Námskeiðið fjallaði um það ,,að setja sér mörk”. Það er gaman að sjá hversu vel vefnámskeiðin ganga og tæknin stendur sig vel. Námskeiðið í morgun var sent út í Zoom. Verkefnastjóri var Halldór Gunnlaugsson.

Með ósk um góða helgi.

Bryndís Þráinsdóttir.