Raunfærnimat í almennri starfshæfni fer fram í nóvember hjá Farskólanum. Fimmtán pláss eru í boði í þessari lotu.

Farskólinn býður upp á raunfærnimat í almennri starfshæfni í nóvember.

Raunfærnimat í almennri starfshæfni gefur yfirlit yfir þá hæfni sem einstaklingur þarf að búa yfir eða tileinka sér til þess að taka á virkan hátt þátt í samfélaginu, vera á vinnumarkaði, þróast í starfi og geta tekið á sig meira krefjandi störf.

Til þín:

  • Með almennri starfshæfni er verið að meta persónulega hæfni þína, sem er mikilvæg á vinnumarkaði nútímans og vinnumarkaði næstu framtíðar og er sameiginleg flestum störfum.
  • Þú mátar þig við fyrirfram skilgreinda hæfni sem skiptir máli á vinnumarkaði. Þannig færð þú gott yfirlit yfir stöðu þína og styrkleika. Jafnframt færð þú yfirlit yfir þá þætti sem þú þarf að efla og þannig styrkir þú stöðu þína á vinnumarkaði.
  • Eftir matið færðu niðurstöður sem sýna hvar hæfni þín liggur. Þannig færð þú skýra sýn á styrkleika þína og í framhaldi hvaða hæfni megi styrkja. Þú færð  einnig umsögn frá matsaðila sem byggir á niðurstöðum og frammistöðu þinni í ferli matsins. Niðurstöður eru þín eign og þú getur notað þær, t.d. til að lýsa hæfni þinni í ferilskrá eða atvinnuviðtali.

Farskólinn býður upp á 15 pláss í nóvember og raunfærnimatið er ókeypis.

Nánari upplýsingar í síma: 455 – 6160 eða á sandra(hjá)farskolinn.is.

Myndin sýnir frá útskrift úr raunfærnimati vorið 2021