Jólakveðjur frá Farskólanum

Við í Farskólanum óskum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi nýs árs, með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða. Árið hefur verið í meira lagi óvenjulegt fyrir fræðslu- og símenntunarmiðstöð, eins og Farskólann. Þrátt fyrir það hefur okkur tekist að skipuleggja og halda utan um námskeið af öllu tagi, boðið upp á náms- og starfsráðgjöf og raunfærnimat. Ekkert af þessu gerum við þó án ykkar þátttöku.

Árið sem er að líða hefur meðal annars kennt okkur ný vinnubrögð. Við munum fjölga námskeiðum sem kennd verða á netinu; í gegnum Zoom eða Teams. Það hefur komið þægilega á óvart hversu margir eru komnir með góð tök á þessari nýju tækni. Við munum ekki slá af gæðakröfum okkar þótt við færum fleiri og fleiri námskeið yfir á netið.

Við óskum þess að nýtt ár færi okkur bjartari tíma. Við þurfum að sýna samstöðu áfram og berjast við Covid, sem er okkar sameiginlegi óvinur. Okkur mun takast það með samstöðu og umhyggju fyrir okkar nánustu, að vopni.

Verið velkomin í Farskólann á nýju ári. Við tökum vel á móti ykkur.

Fyrir hönd Farskólans.

Bryndís Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri.