Aðalfundur Farskólans 31. maí 2021

Aðalfundur Farskólans var haldinn mánudaginn 31. maí. Ársskýrsla stjórnar og ársreikningur vegna 2020 verða birt hér á heimasíðu Farskólans. Rekstrartekjur skólans voru 73,7 milljónir króna og lækkuðu þær um 14 milljónir króna frá árinu á undan. Tap var á rekstri skólans á síðasta ári á móti rekstrarafgangi árið þar á undan.

Ný stjórn var kosin á fundinum. Í henni sitja: Erla Björk Örnólfsdóttir fyrir hönd Háskólans á Hólum, Guðmundur Finnbogason frá  Samstöðu, fyrir hönd stéttarfélaga, Hulda Jónsdóttir, frá FISK ehf., fyrir hönd fyrirtækja, Ingileif Oddsdóttir fyrir hönd FNV og fulltrúi frá Blönduósbæ fyrir hönd sveitarfélaga.

Árið 2020 voru þátttakendur í Farskólanum 870 talsins en þeir voru 1.557 árið á undan. Námskeið voru 85 og nemendastundir voru 12.901. Meðalaldur þátttakenda var 46 ár. Elsti þátttakandinn var 76 ára og sá yngsti var 16 ára.

Allt skólastarf ársins 2020 litaðist af heimsfaraldri Covid – 19, eins og tölur í ársskýrslunni bera með sér .

 

Frá vinstri: Erla Björk Örnólfsdóttir, Ingileif Oddsdóttir, Bryndís Þráinsdóttir, Bryndís Lilja Hallsdóttir, Rakel Runólfsdóttir, Valdimar Hermannsson og Guðmundur Finnbogason.