Um skólahald í Farskólanum vegna COVID – 19

Nýjar leiðbeiningar frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu – Farskólinn ber ábyrgð á að farið sé eftir sóttvarnarreglum sem eru í gildi hverju sinni um öryggi og velferð námsmanna, leiðbeinenda og starfsfólks.

  • Fjarlægð milli einstaklinga í sameiginlegum rýmum Farskólans, eins og í kennslustofum, skal vera a.m.k. einn meter. Gangar eru eingöngu ferðarými á milli stofa. Nota skal andlitsgrímu ef ekki er hægt að virða nándarregluna.
  • Þrif verða aukin í húsakynnum á vegum Farskólans. Aukin þrif ná til kennslurýma, salerna og sameiginlegra rýma. Sótthreinsun á snertiflötum verður aukin.
  • Aðgengi að aðstöðu til að þvo og spritta hendur hefur verið aukið og hanskar standa til boða í Farskólanum.
  • Námsmenn sem vilja bera andlitsgrímur eru hvattir til að gera slíkt. Þeir bera sjálfir kostnað af grímunotkuninni.
  • Farskólinn leitast við að skipuleggja allt nám þannig að námsmenn geti tekið þátt í því með fjarnámssniði treysti þeir sér ekki til að sækja staðbundið nám. Sumt nám verður þó ekki hægt að skipuleggja og framkvæma með rafrænum hætti eingöngu.
  • Eitt megineinkennið á þessum COVID tímum er óvissa um framtíðina. Í því ljósi er rétt að hafa það í huga að reglugerðir og takmarkanir á skólahaldi geta breyst með stuttum fyrirvara. Því þurfa námsmenn að verða viðbúnir að hluti náms þeirra eða jafnvel allt nám fari fram með rafrænum hætti.

Ef námsmenn telja sig ekki geta sótt staðbundið nám við þessar aðstæður eru þeir hvattir að hafa samband við verkefnastjóra og láta þá vita af því.

Mikilvægt er að allir námsmenn sem sækja staðbundið nám ástundi einstaklingsbundnar sóttvarnir og styðji og hvetji aðra í slíku. Að virða fjarlægðarmörk, spritta sig reglulega, nota hanska og andlitsgrímur er allt eðlilegt og mikilvægt í skólastarfi í dag.