Útskrift úr raunfærnimati hjá Farskólanum

Í dag útskrifuðust 13 þátttakendur úr raunfærnimati í þjónustugreinum. Hér er átt við raunfærnimat á móti námskrá Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrautar og á móti námskrá Félagsliðabrautar. 

Meðal greina sem metnar voru voru: Fatlanir, heilsa og lífsstíll, hússtjórn og matreiðsla, næringarfræði, uppeldisfræði, öldrun, vinnan, umhverfi og öryggi, skapandi starf, samvinna og samskipti, barnabókmenntir og fl.

Matsaðilar voru: Júlíana Tyrfingsdóttir, Dagný Erlendsdóttir og Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir. Sandra Hilmarsdóttir, ráðgjafi Farskólans, leiddi vinnu þátttakenda, allt frá því að þeir fylltu út sína skimunarlista og í sjálft raunfærnimatsviðtalið.

Farskólinn óskar hópnum innilega til hamingju með áfangann.

Neðri röð frá vinstri: Margrét Sigmundsdóttir, María Dröfn Guðnadóttir, Elma Hrönn Þorleifsdóttir. Efri röð frá vinstri: Þórunn Katrín Björgvinsdóttir, Helga Sif Óladóttir, Inga Jóna Sigmundsdóttir, Kayleigh Rose Benoit og Sandra Hilmarsdóttir.