Þrátt fyrir heimsfaraldur Covit – 19 þá reynir starfsfólk Farskólans að halda dagskránni gangandi. Nánast flest styttri námskeið hafa verið flutt á netið og gengur það vel. Í gangi eru tvö stór námskeið eða vottaðar námsleiðir FA; Nám- og þjálfun í almennum bóklegum greinum og Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú. Tveimur spænskunámskeiðum er lokið og verður framhald í boði í haust. Sex íslenskunámskeið voru haldin eftir áramótin og er þremur lokið. Mikill áhugi er á íslenskunámskeiðunum um allt Norðurland vestra. Námskeið og fyrirlestrar eru í gangi fyrir HSN og sveitarfélagið Skagafjörð. Til dæmis þá stendur þessar vikurnar yfir Excel námskeið fyrir starfsfólk Skagafjarðar og er það vel sótt.
Framundan er aðalfundur Farskólans og er ljóst að umsvifin hafa minnkað töluvert vegna Covid. Starfsmenn eru að byrja að setja sig í hauststellingar og skipuleggja námsframboð haustsins.
Við minnum á náms- og starfsráðgjöfina sem er ókeypist.
Verið velkomin í Farskólann. Við tökum vel á móti ykkur.
Fyrir hönd Farskólans.
Bryndís Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri.