Námskeiðum í tölvulæsi á snjalltæki fyrir þá sem eru sextugir og eldri ganga vel. Vikuna 12. – 16. september eru námskeiðin haldin á Hvammstanga og Blönduósi. Kennt er fyrir hádegi á Hvammstanga og er kennt í fjarnámsstofunni að Höfðabraut 6. Á Blönduósi fer kennslan fram eftir hádegið og er kennt í sal Samstöðu að Þverbraut 1. Almenn ánægja er með námskeiðin og það má segja að hópurinn sigli hraðbyri inn í nútímann með snjalltækjavæðingunni.
Leiðbeinandi er Halldór B. Gunnlaugsson.
Framundan eru námskeið á Sauðárkróki og svo Varmahlíð, Skagaströnd og Hofsósi.