Allt starfsfólk grunnskólanna á Norðurlandi vestra kom saman í Skagafirði föstudaginn 30. september.

Allt starfsfólk grunnsólanna á Norðurlandi vestra kom saman í Skagafirði föstudaginn 30. september. Starfsfólk skólanna hittist árlega á sameiginlegum fundi. Farskólinn kom að skipulagi og utanumhaldi dagsins eins og nokkur undanfarin ár og bar Halldór B. Gunnlaugsson, verkefnastjóri í Farskólanum, hitann og þungann af þeirri vinnu. 

Grunnskólakennarar hittust í Varmahlíð en annað starfsfólk skólanna eins og skólaliðar, stuðningsfulltrúar, húsverðir og matráðar hittust í Árskóla.

Dagskrá í Árskóla var sem hér segir:

Kl. 10:00-10:30: Morgunkaffi í Árskóla

10:30-12:00: Fyrirlestur: „Fræðsla um birtingamyndir og afleiðingar ofbeldis“ – Aflið

12:00-13:00: Hádegismatur. Grána Bistro

13:00-14:30: Fyrirlestur: „Hvort viltu vera fýlupoki eða gleðigjafi“ –  Ragnhildur Vigfúsdóttir.

14:30-15:00: Kynning á Raunfærnimati. Sandra Sif Ragnarsdóttir Náms- og starfsráðgjafi.

Góð þátttaka var og dagurinn þótti takast vel.