Námskeið í vinnslu matvæla.

Nú fimmta haustið í röð þá bjóðum við í frábæru samstarfi við Vörusmiðjuna á Skagaströnd og Samtök sveitarfélaga á norðurlandi vestra (SSNV) uppá okkar vinsælu og sérstaklega skemmtilegu námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á matarhandverki. Framboðið hefur aldrei verið meira og að þessu sinni eru tuttugu námskeið á dagskrá. Við minnum á að langflest stéttarfélög styrkja eða greiða þessi námskeið að fullu fyrir sína félagsmenn og á langflestum þeirra kemur fólk heim með afurðir dagsins tilbúnar í kistuna😀

Skráning fer fram hér: https://farskolinn.is/namskeid/ og veljið “Matvælavinnsla”

Hlökkum til að sjá ykkur í vetur.

Starfsfólk Farskólans