Fréttir af námskeiðum í samstarfi við Fjölmennt – fullorðinsfræðslu fatlaðra

Námskeið í samstarfi við Fjölmennt – fullorðinsfræðslu fatlaðra standa nú yfir hjá Farskólanum.

Fyrst má nefna námskeið sem styðst við námskrá sem kallast ,,Líf og heilsa”. Þátttakendur koma saman þrisvar í viku. Í líkamræktarstöð þar sem fjallað er um heilbrigði, hreyfingu  og hollt mataræði, í Farskólanum þar sem er fjallað um andlegar áskoranir, jóga og myndlist og að lokum í verknámshúsi FNV þar sem þátttakendur spreyta sig í FabLabinu.

Námskeið í sundleikfimi er haldið í húsakynnum HSN á Sauðárkróki. Þátttakendur hittast einu sinni í viku undir handleiðslu Karls Lúðvíkssonar.

Framundan er jólanámskeið þar sem bæði verður föndrað og búið til jólakonfekt.

Fleiri námskeið eru á teikniborðinu utan Sauðárkróks og undirbúningur vegna vorannar er komin á fulla ferð.