Ný heimasíða tekin í notkun hjá Farskólanum

Ný heimasíða og fleiri fréttir

Ný heimasíða hefur nú verið tekin í notkun hjá Farskólanum. Heimasíðan er skrifuð í WordPress. Á næstu dögum munum við fínpússa síðuna og bæta inn fleiri upplýsingum um námskeiðin og aðra starfsemi Farskólans.

Starfsfólk Farskólans vinnur að útkomu nýs námsvísis. Í þetta sinn er nokkur áhersla á að kynna starfsemina. Við teljum ekki veita af því eftir það ástand sem við höfum búið við undanfarna mánuði vegna Covid – 19. Í námsvísinum verða meðal annars þrjú viðtöl; eitt við kennara og þrjú við námsmenn skólans.