Náms- og starfsráðgjafi óskast til Farskólans.

Farskólinn auglýsir eftir náms- og starfsráðgjafa frá og með haustinu 2022. Leitað er að öflugum starfsmanni til að vinna að fjölbreyttum verkefnum í fullorðins- og framhaldsfræðslu.

Verkefni sem um ræðir eru: náms- og starfsráðgjöf til fullorðinna, raunfærnimat, mat á fræðsluþörfum og þróun og umsjón með fræðslu ásamt einhverri kennslu.

Leitað er að einstaklingi sem er fær í samskiptum og sýnir frumkvæði við úrlausn verkefna, getur unnið sjálfstætt og í teymisvinnu.

Helstu verkefni

 • Náms- og starfsráðgjöf til einstaklinga á Norðurlandi vestra
 • Umsjón og skipulag raunfærnimats fyrir einstaklinga
 • Þróun fræðsluverkefna; skipulag og umsjón
 • Upplýsingagjöf og samskipti við þátttakendur, stofnanir og aðra hagsmunaaðila
 • Önnur verkefni sem til falla

Hæfniskröfur

 • Háskólamenntun, til dæmis á svið kennslu og ráðgjafar. Gerð er krafa um leyfisbréf í náms- og starfsráðgjöf
 • Þekking á fullorðins- og framhaldsfræðslu er kostur ásamt því að þekkja til íslensks vinnumarkaðar
 • Almenn og góð tölvukunnátta
 • Mjög gott vald á íslensku og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
 • Gott vald á ensku
 • Frumkvæði og sjálfstæði í allri verkefnavinnu
 • Þjónustulipurð og mikil samstarfs- og samskiptahæfni

Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra var stofnaður árið 1992. Farskólinn er sjálfseignarstofnun sem sinnir verkefnum á sviði fullorðins- og framhaldsfræðslu á Norðurlandi vestra. Skrifstofa Farskólans er á Sauðárkróki. Hjá Farskólanum starfa að jafnaði 4 – 5 starfsmenn.

Umsókn skal fylgja ferilskrá, kynningarbréf og prófskírteini.

Nánari upplýsingar veitir Bryndís Williams Þráinsdóttir í síma 455 – 6014. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið bryndis@farskolinn.is. Umsóknir sendist á fyrrgreint netfang fyrir 25. ágúst næstkomandi.