Þann 19. desember lauk frábæru raunfærnimatsverkefni hjá Farskólanum. Sjö starfsmenn sundlauga og íþróttahúsa í Skagafirði luku raunfærnimati á móti námskránum ,,Sundlaugarvörður” og ,,starfsmaður í íþróttahúsi”. Námskrárnar eru hvor um sig 200 klst að lengd og ígildi 10 framhaldsskólaeininga. Þessi hópur þarf því ekki að sitja námskeiðin en fékk þekkingu sína og færni metna.
Til að fara í raufærnimat verður fólk að vera orðið 23 ára og að hafa starfað í þrjú ár hið minnsta í íþróttahúsi og/eða við sundaugarvörslu.
Verkefnið heldur áfram á nýju ári og þá verður starfsfólki sundlauga og íþróttahúsa í Húnavatnssýslum boðið upp á raunfærnimat.
Stuðningur sveitarfélagsins Skagafjarðar við verkefnið var mikill og góður. SÍMEY – símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar tók að sér að vinna verkefnið í samvinnu við Farskólann. Við þökkum þeim frábært samstarf.
Til hamingju með áfangann gott fólk.
S