Dagana 12. og 13. apríl var haldinn vorfundur fræðslu- og símenntunarmiðstöðvanna sem saman mynda samtökin Símennt. Stöðvarnar eru samtals ellefu og eru staðsettar hringinn í kringum landið.
Ráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandssson, félags- og vinnumarkaðsráðherra ávarpaði fundinn við upphaf hans.
Þau mál sem eru helst í deglunni um þessar mundir hjá hinu opinbera eru endurskoðun laga um framhaldsfræðslu, stækkun markhóps framhaldsfræðslunnar, íslenskukennsla fyrir útlendinga, nám fyrir fólk með fötlun og fleira og fleira.
Fundurinn var afar gagnlegur og ekki verður sagt annað en að það eru spennandi tímar framundan í fullorðins- og framhaldsfræðslunni sem við kjósum að kalla fimmtu stoð íslenska menntakerfisins.