Vorfundur Farskólans var haldinn 23. júní að Hólum í Hjaltadal. Þema fundarins var að þessu sinni: samfélagsábyrgð og sýnileiki.
Fundargestir veltu fyrir sér helstu verkefnum Farskólans, samfélagsábyrgð skólans í verki og hvort Farskólinn væri vel sýnilegur á starfssvæði sínu.
Vinnu fundarins stýrði Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV. Ekki var að heyra annað en að fundargestir væru ánægðir með vinnu dagsins og ljóst er að framundan bíður vinna við að skipuleggja ný fræðsluverkefni sem hæfa nýjum markhópum ásamt því að gera starfsemina og þá þjónusttu sem Farskólinn býður enn sýnilegri. Samtals tóku 13 manns þátt í fundinum.