Námskeið fyrir bændur og aðra áhugasama
Farskólinn heldur áfram að bjóða ,,atvinnulífinu” upp á námskeið. Mikil áhersla er á bændur þessi misserin og aðra sem hafa áhuga á matvælavinnslu. Þessi námskeið eru haldin í samstarfi við Vörusmiðjuna á Skagaströnd og SSNV. Samstarf Farskólans, Vörusmiðjunnar og SSNV hefur gengið afar vel.
Ný vottuð smiðja ,,Beint frá býli” verður aftur í boði eftir áramótin.
Halldór Gunnlaugsson, verkefnastjóri, veitir allar upplýsingar um ofangreind námskeið og tekur við skráningum. Síminn hjá Halldóri er: 455 – 6013.