Eftir gott sumarfrí eru starfsmenn mættir til vinnu í Farskólann. Undirbúningur haustsins stendur nú yfir. Framundan eru ýmis námskeið tengd stéttarfélögunum, HSN og sveitarfélaginu Skagafirði ásamt því að fjögur íslenskunámskeið hefjast í september. Skráningar standa yfir í vottuðu námsleiðina Grunnmennt, þar sem kenndar verða námsgreinarnar íslenska, stærðfræði, enska og danska. Ákveðið hefur verið að bjóða upp á smiðju fyrir svokallan Fjölmenntarhóp og verður hún auglýst nánar í námsvísinum. Í námsvísi 2021 verður þjónusta Farskólans kynnt rækilega og þar á meðal ráðgjöfin og raunfærnimatið.