Námsleiðinni ,,Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum” var slitið 27. maí síðastliðinn. Samtals luku ellefu nemendur náminu. Kennslugreinar voru: Tveir áfangar í ensku, íslensku og stærðfræði og einn áfangi í dönsku.
Leiðbeinendur voru: Hafdís Einarsdóttir, Gísli Árnason, Ágúst Ingi Ágústsson og Eva Óskarsdóttir. Öll eru þau með kennsluréttindi.
Nýtt námskeið mun fara af stað í september ef næg þátttaka næst. Gert er ráð fyrir að það námskeið verði kennt í rauntíma en að nemendur hafi nokkuð frjálsar hendur með það hvort þeir mæta í skólastofu í námsveri eða séu til dæmis heima hjá sér.
Skráningar á nýtt námskeið hefjast fyrir júnílok hér á heimasíðunni eða í saíma 455 – 6010. Verkefnastjóri verður Jóhann Ingólfsson.