Grunnmennt verður í boði haustið 2021

Farskólinn ætlar að fara af stað næsta haust (2021) með námsleiðina ,,Grunnmennt” (hét áður ,,Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum”) ef næg þátttaka fæst. Grunnmennt er ein af vottuðum námskrám Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og styrkt af Fræðslusjóði. Sjá: https://frae.is/namskrar/almennar-namskrar/  Námsgreinar eru: danska, enska, íslenska og stærðfræði. Hér er um nýja og uppfærða námskrá að ræða sem lýsir námi á fyrsta þrepi. Skráningar eru hafnar hér á heimasíðunni undir ,,námskeið”. Lágmarksfjöldi í hóp er 12 þátttakendur. Ráðgjafi Farskólans, Sandra Hilmarsdóttir, ráðgjafi og Jóhann Ingólfsson, verkefnastjóri veita allar upplýsingar í síma 455 – 6011 og 455 – 6160.