Námsverið á Blönduósi er staðsett í kjallara Kvennaskólans að Árbraut 31. Gengið er niður tröppur í austurenda hússins. Aðgengi er fyrir fatlaða.

Í námsverinu er fjarfundabúnaður. Fjarnemendur hafa aðgang að tölvum og ágætis kaffiaðstöðu með ísskápi og örbylgjuofni.

Tengiliður Farskólans við námsverið er Katharina Schneider forstöðumaður Þekkingarsetursins á Blönduósi en Þekkingarsetrið er í sama húsi. Síminn er: 452-4030 og 899-9271.

Það eru sveitarfélögin Blönduós og Húnavatnshreppur sem reka námsverið.