HSN – Solihull aðferðin: 2 daga grunnnámskeið

Vilt þú efla skilning þinn á því hvernig sambönd, tilfinningar og hegðun tengjast? 

Solihull aðferðin hefur það markmið að bæta tilfinningalegt heilbrigði og vellíðan með því að skilja afleiðingar áfalla og áhrif samskipta. Solihull aðferðin sameinar þekkingu úr taugalífeðlisfræði, tengslakenningum og atferlisfræði til að styðja börn, fjölskyldur og fagfólk í að stuðla að jákvæðum tengslum og heilbrigðum þroska. 

Grunnnámskeið Solihull aðferðarinnar samanstendur af tveimur námskeiðsdögum þar sem kennt er frá kl. 9:00-15:30. Tvær vikur líða á milli námskeiðsdaga og að námskeiði loknu eru haldnir tveir handleiðslufundir, einnig með hálfs mánaðar millibili. Hver handleiðslufundur er 1,5 klst og er alla jafna haldinn í gegnum fjarfundabúnað. 

Á námskeiðinu er farið yfir grunnstoðir Solihull aðferðarinnar sem eru umhygð, gagnkvæmni og atferlismótun ásamt hagnýtum aðferðum og skýrum verkfærum sem hægt er að nýta strax í starfi. Námskeiðsbókin Fyrstu fimm árin (400 bls) og hádegisverður er innifalin. 

Leiðbeinendur: Diljá Björk Styrmisdóttir, MS í heilbrigðisvísindum og sérfræðingur hjá Geðverndarfélagi Íslands, og Kjartan Valgarðsson, framkvæmdastjóri Geðverndarfélags Íslands. 

Hvar og hvenær: Fyrri dagur, 13. október frá kl 9-16:00

Seinni dagur er 28. október frá kl. 09:00-16:00

Kennt á Akureyri. Tveir fundir á teams hálfum mánuði eftir námskeið.