Íslenska og atvinnulíf
Námið er 104 klukkustundir í heildina en 58 stundir eru með leiðbeinanda og 46 stundir án leiðbeinanda (þjálfun).
Námstími: 20. janúar til 14. maí 2026.
Námsþættir:
Íslenskt mál, level 1
Atvinnulíf
Sjálfsefling og samfélag
Lýsing
Námsleiðin sem hér er lýst er hluti af námskrá FA Íslensk menning og samfélag. Tilgangur námsins er að auðvelda fólki af erlendum uppruna að kynnast og læra íslenskt mál, laga sig að íslenskum vinnumarkaði og átta sig á uppbyggingu íslensks samfélags. Í náminu er lögð áhersla á íslenskt mál og atvinnulíf ásamt því að byggja upp sjálfstraust og samskiptafærni. Af sex námsþáttum námskrárinnar sem liggur til grundvallar eru þrír námsþættir hennar nýttir hér í sérstaka námsleið.
Fyrirkomulag
Námið er kennt í Farskólanum á Faxatorgi.
Kennt verður tvisvar í viku tvo tíma í senn, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 16.30-18.30
Engin próf eru í náminu, en lögð er áhersla á hópavinnu og umræður.
Kennt er samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.
Námsmat:
Verkefnaskil og virk þátttaka
80% mætingarskylda
Nánari upplýsingar um námið veita
Þórhildur María Jónsdóttir og Eva Dögg Bergþórsdóttir í síma 455-6010 í tölvupósti tota@farskolinn.is /eva@farskolinn.is
Verð: 28.600 – hægt að sækja um starfsmenntastyrki
Skráning: Hægt er að skrá sig hér til hægri, en einnig er hægt að senda tölvupóst á farskolinn@farskolinn.is eða hringja í síma 4556010
