Endurmenntun í sérhæfðri endurlífgun fullorðinna I og II (ALS/ILS

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).

Endurmenntun í sérhæfðri endurlífgun fullorðinna I og II (ALS/ILS): Endurmenntun fellst í þátttöku á þar til gerðum endurmenntunarnámskeiðum. Námskeiðin fela í sér rafræna endurmenntun á námskeiðsvefnum COSY, auk 3,5 klst verklegrar endurmenntunar fyrir framlengingu á ALS skírteini en 2,5 klst. fyrir framlengingu á ILS skírteini. Skírteini gilda í þrjú ár ef endurmenntun er uppfyllt.

Áminning er send tveim árum eftir námskeið frá CoSy um þörf fyrir endurmenntun og þegar hún hefur verið uppfyllt lengist gildistími skírteinis í þrjú ár í viðbót

Tímalengd: Námskeiðið er 3.5 klst.

Tíma- og staðsetning: áætlað er að námskeiðið verði haldið á Akureyri í apríl

Þátttakendafjöldi: Lágmarksfjöldi miðast við 12 nemendur.

Kennsluefni: European Resuscitation Council (2021). ERC Advanced Life Support. ERC Guidelines 2021 Edition.

ATH: Skráningu á námskeiðið lýkur 20. febrúar þar sem þátttakendur hafa 6 vikur til að kynna sér rafrænt efni.