Markmið: Námskeiðið veitir þátttakendum innsýn í hvernig hægt er að nýta snjallsímann og smáforrit til að einfalda daglegar athafnir. Farið verður yfir hagnýt verkfæri til að skanna skjöl, skipuleggja verkefni, halda utan um dagatal og auka framleiðni. Þátttakendur fá tækifæri til að kynnast fjölbreyttum lausnum sem spara tíma og fyrirhöfn í vinnunni og einkalífinu. Námskeiðið hentar öllum óháð fyrri reynslu og leggur áherslu á einfaldleika og hagnýta notkun.
Leiðbeinendur:
Bergmann Guðmundsson og Hans Rúnar Snorrason
Hvar og hvenær:
Lengd: 1 klst
Verð: 19.900 kr*
*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki, Verslunarmannafélag Skagafjarðar og stéttarfélög sem eru aðilar að Iðunni greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. (Athugið að þetta á við greiðandi félagsmenn í flestum tilfellum og hefur ekki áhrif á persónulegan námsstyrk félagsmanna) Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi
