Fræðsla um svefn og svefnráð
Í þessum fyrirlestri er farið yfir mikilvægi svefns fyrir heilsu, líðan, árangur og frammistöðu. Meðal annars er fjallað um eftirfarandi atriði:
- Hversu mikið þurfum við að sofa og hvaða áhrif hefur of lítill svefn?
- Uppbygging svefns, svefnstig og hlutverk þeirra.
- Hvað hefur áhrif á svefn og svefngæði?
- Hvernig virkar líkamsklukkan? Hvenær er hugræn færni eins og athygli og árvekni í hámarki og hvenær er vöðvastyrkur í hámarki? Hvernær er t.d. best að sinna hugrænt krefjandi verkefnum í vinnunni?
- Áhrif svefns og svefnleysis á andlega og líkamlega heilsu.
- Hvaða úrræði er til við svefnleysi og hvert leita ég?
- Hvað getum við sjálf gert til að tryggja góðan nætursvefn? Góð svefnráð rædd.
Leiðbeinandi: Erla Björnsdóttir
Vefnámskeið
Hvar og hvenær:18. febrúar klukkan 17:00-18:00
Verð: 17.900 kr
*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki, Verslunarmannafélag Skagafjarðar og stéttarfélög sem eru aðilar að Iðunni greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. (Athugið að þetta á við greiðandi félagsmenn í flestum tilfellum og hefur ekki áhrif á persónulegan námsstyrk félagsmanna) Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi
