Hvernig væri að eignast aðstoðarmann sem kvartar aldrei, vinnur á ljóshraða og er tilbúinn með hugmyndir allan sólarhringinn? Á þessu námskeiði lærum við að virkja gervigreindina til að létta undir í daglegum verkefnum. Við förum yfir hvernig tæknin getur sparað þér tíma við skrif, greiningar, hugmyndavinnu og skipulag.
Á námskeiðinu lærir þú:
- Að láta gervigreindina skrifa og lagfæra texta (tölvupósta, skýrslur, fundargerðir).
- Að nota gervigreind sem hugmyndasmið og sparring-félaga.
- Hagnýt tól sem nýtast strax á morgun til að minnka álag.
- Siðferðislegu hliðarnar – hvað má og hvað má ekki?
Fyrir hverja? Alla sem vinna við tölvu og vilja fá tíma sinn til baka.
Leiðbeinendur:
Bergmann Guðmundsson og Hans Rúnar Snorrason
Hvar og hvenær:
Verð: 19.900 kr*
*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki, Verslunarmannafélag Skagafjarðar og stéttarfélög sem eru aðilar að Iðunni greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. (Athugið að þetta á við greiðandi félagsmenn í flestum tilfellum og hefur ekki áhrif á persónulegan námsstyrk félagsmanna) Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi
