Hvernig hafa hnattrænar loftslagsbreytingar áhrif hér á landi? Þreifað verður á umræðunni og þeirri óvissu fyrir okkur Íslandi í ljósi þess raunhæfa möguleika að mjög dragi úr streymi hlýsjávar norður á Atlandhafið (veltihringrásinni AMOC). Verða þeir líklegri í framtíðinni sæludagar eins og í góðviðris kaflanum eftirminnilega í maí 2025, eða leitar loftslagið í það far eins og líktist í lok 19. aldar þegar flótti, ekki síst Norðlendinga vestur um haf stóð sem hæst?”
Leiðbeinandi: Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur
Vefnámskeið
Hvar og hvenær: 15. apríl klukkan 17:00-19:00
Verð: 14.900 kr*
*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki, Verslunarmannafélag Skagafjarðar og stéttarfélög sem eru aðilar að Iðunni greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. (Athugið að þetta á við greiðandi félagsmenn í flestum tilfellum og hefur ekki áhrif á persónulegan námsstyrk félagsmanna) Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi
