Í erindinu verður fjallað um fyrirbærið loddaralíðan – hvað það er, hvaðan hún kemur og hvernig hún birtist. Við munum læra að lesa í helstu einkenni loddaralíðanar, hvaða áhrif hún getur haft á sjálfsmynd og sjálfstraust í starfi og hvernig við lærum að lifa í satt við hana. Markmið námskeiðsins er að gefa þátttakendum innsýn í þetta stóra og heillandi viðfangsefni, varúðarbjöllur og tækifæri til vaxtar. Einnig munum við skoða hvernig við getum stigið inn í styrkleika okkar af meiri áræðni, fundið okkar rödd og losað okkur undan sjálfsefa og ótta.
Í fyrirlestrinum verður farið í :
– Hvað er loddaralíðan?
– Áhugaverðar staðreyndir um loddaralíðan
– Vítahringur loddaralíðanar
– Fimm gerðir loddaralíðanar
Leiðbeinandi: Lella Erludóttir- markþjálfi
Vefnámskeið
Hvar og hvenær: 18. mars klukkan 17:00-18:00
